GBP = 156 ISK
 
 

Hilmar Sigvaldason

Mig langar til að senda ykkur hjá LaserSjón bestu þakkir fyrir það sem þið hafið gert fyrir mig. Ég vissi fyrir aðgerðina að ég væri með mikla sjónskekkju á báðum augum, en að vera með + 4 og - 6 í sjónskekkju á hægra auga og + 6,5 og - 9,5 í sjónskekkju á vinstra auga var eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að væri unnt að laga. Aðgerðin hefur breytt ansi miklu hjá mér og þá má eiginlega segja að maður sjái hlutina í allt öðru ljósi en áður. Það að geta ekið bíl daginn eftir aðgerð er líka með ólíkindum. Meira að segja hausverkur sem ég tengdi sjónskekkjunni hvarf daginn eftir aðgerð. Það er mikill munur að losna við kókflöskubotnana sem ég hafði áður fyrr. Bestu þakkir og gangi ykkur allt í haginn.

..sagði Hilmar Sigvaldason