Ummæli

Ánægður eiginmaður

Ég get aldrei fullþakkað ykkur fyrir veitta þjónustu sem var á HEIMSMÆLIKVARÐA Ég hef ekki séð hvað konan mín er með falleg augu í fjölda ára

..sagði ánægður eiginmaður

Unnur Gunnarsdóttir

Áður en ég fór í aðgerðina sá ég ekki spjaldið hjá lækninum. Ég sá bara ljósið. Um kvöldið horfði ég á sjónvarpið og las textann. Daginn eftir aðgerðina sá ég allt spjaldið sem ég hafði ekki séð daginn áður

.. sagði Unnur Gunnarsdóttir

Hanna María Skaftadóttir

Ég finn ekki fyrir neinu á og er alveg búin að gleyma því hvernig það var að vera með gleraugu

..sagði Hanna María Skaftadóttir

Einar Lárusson

Núna eru liðnir nokkrir mánuðir síðan ég var í aðgerð hjá ykkur og vildi ég bara láta vita að allt gengur í himnalagi og ég er mjög ánægður með árangurinn. Þetta er ótrúlegur munur. Áður var maður alltaf í veseni með gleraugun ef maður fór í fótbolta, körfubolta, handbolta eða að veiða í misjöfnu veðri. Í dag er þetta vandamál úr sögunni þökk sé ykkur.

.. sagði Einar Lárusson "Fyrrverandi Íslandsmetshafi í sjónskekkju"

Bolli Kristinsson

Guð gaf mér augun en Þórður sjónina

..sagði Bolli Kristinsson, eigandi Verslunarinnar Sautján

Hilmar Sigvaldason

Mig langar til að senda ykkur hjá LaserSjón bestu þakkir fyrir það sem þið hafið gert fyrir mig. Ég vissi fyrir aðgerðina að ég væri með mikla sjónskekkju á báðum augum, en að vera með + 4 og - 6 í sjónskekkju á hægra auga og + 6,5 og - 9,5 í sjónskekkju á vinstra auga var eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að væri unnt að laga. Aðgerðin hefur breytt ansi miklu hjá mér og þá má eiginlega segja að maður sjái hlutina í allt öðru ljósi en áður. Það að geta ekið bíl daginn eftir aðgerð er líka með ólíkindum. Meira að segja hausverkur sem ég tengdi sjónskekkjunni hvarf daginn eftir aðgerð. Það er mikill munur að losna við kókflöskubotnana sem ég hafði áður fyrr. Bestu þakkir og gangi ykkur allt í haginn.

..sagði Hilmar Sigvaldason