GBP = 156 ISK
 
 

Undirbúningur

UNDIRBÚNINGUR FYRIR AÐGERÐ

Ef þú notar mjúkar linsur máttu ekki vera með þær í tvo sólarhringa fyrir aðgerð og átt að vera búinn að vera linsulaus í eina viku fyrir forskoðunina.

Harðar linsur má ekki ekki nota í mánuð fyrir aðgerð og linsuleysi fyrir forskoðunina er í samráði við LaserSjón a.m.k. í sex vikur fyrir skoðun.

UNDIRBÚNINGUR AÐGERÐARDAGINN

 • Ekki nota augnfarða eða andlitsfarða. Augnhár má lita með ekta lit eigi síðar en viku fyrir aðgerð og ekki í 6-8 vikur eftir aðgerðina.
 • Ekki setja á þig ilmvatn/rakspíra eða önnur ilmefni s.s. hárgel eða slíkt.
 • Vertu með hreint hár.
 • Vertu í þægilegum fötum, án rúllukraga, sem ekki kemur ryk eða "kusk" úr.
 • Gott er að hafa með sér sólgleraugu til að nota á heimleiðinni.
 • Gerðu ráð fyrir að dvelja hér í alla vega eina klukkustund.
 • Þú mátt ekki aka heim. Fáðu einhvern til að aka þér heim eftir aðgerðina eða taktu leigubíl.

EFTIR AÐGERÐ

Fyrst eftir aðgerðina:

 • Ertu viðkvæm/ viðkvæmur fyrir birtu.
 • Finnst þér eins og eitthvað sé uppi í auganu.
 • Finnur þú fyrir auknu tára- og nefrennsli.
 • Sérðu eins og í þoku/í gufubaði.

Eftirmeðferð:

 • Tími í eftirliti daginn eftir aðgerð, einni viku síðar, 6-8 vikum síðar og í samráði við lækninn þinn.
 • Notaðu augndropana samkvæmt fyrirmælum.
 • Forðastu að nudda augun næstu vikur.
 • Æskilegt er að vera frá vinnu í 1-2 daga eftir aðgerð (fer þó eftir atvinnu).
 • Forðastu alla áreynslu og bíddu með líkamsrækt í 7-10 daga.
 • Forðastu að fá vatn í augað við bað/hárþvott fyrstu 2 dagana.
 • Notaðu ekki augnfarða í eina viku.
 • Ekki fara í sund í 2-3 vikur og notaðu þá sundgleraugu.
 • Ekki stunda boltaíþróttir þar til læknirinn leyfir.
 • Sinntu samviskusamlega reglubundnu eftirliti hjá augnlækninum.