GBP = 156 ISK
 
 

Hnífalaust lasik

Lasik byggir á því að gerður er þunnur flipi framan af hornhimnu. Hann má gera með flipavél eða með svokölluðum femtolaser. Hnífalaust er villandi nafn á femtolaserinn því auðvitað er gerður skurður þá í hornhimnuna, -hún er klippt sundur með laser.

Ávinningur femtolasers er afar lítill fyrir þann sem í aðgerðina fer. Flipaþykktin er í raun sú sama og fylgikvillar svipaðir, þetta tekur aðeins lengri tíma með femtolaser en flipavél og óþægindin eru allavega ekki minni. Við höfum framkvæmt meir en 15000 laseraðgerðir og af þeim 1000 með “hnífalausri” tækni. Okkur finnst ávinningur kaupanda ekki vera sá sem verðmunur gefur til kynna, en slíkt er ætíð álitamál og smekksatriði.

Til er hins vegar lasek aðgerð sem er algerlega hnífalaus. Hún er fyrirhafnarmeiri fyrir þann sem í aðgerðina fer og lækninn sem framkvæmir hana ( sjá annars staðar) en er afar örugg aðgerð sem nýtur vinsælda víða, en hún er ódýrari en lasik með femtolaser.