GBP = 156 ISK
 
 

Ferli laseraðgerða

1. Haft samband.

ferlid01a Ferlið hefst á því að þú hefur samband við okkur með því að hringja til okkar í síma 568-2525, eða þú óskar eftir forskoðun með því að skrá þig hér á vefsíðu okkar. Við komum okkur saman um tíma sem hentar þér og þú mætir til okkar í Ármúla 24, 108 Reykjavík til forskoðunar.

2. Forskoðun.

Forskoðunin er afar mikilvægur þáttur þar sem læknar okkar skoða þig ítarlega og ákveða með þér hvort aðgerð er heppileg fyrir þig. Í forskoðuninni fara fram ítarlegar mælingar á auganu. Gott er að þú skrifir niður spurningar sem þú vilt fá svör við og hafir þær með þér í forskoðunina.

Í forskoðuninni er sjónin prófuð og ýmsar mælingar gerðar á augunum. Taka þarf tillit til ýmissa einstaklingsbundinna þátta og ræddir eru kostir, gallar og áhættuþættir aðgerðarinnar. Þá er einnig í forskoðuninni farið ítarlega með þér yfir gögn er varða stöðu þína, öryggismál og tryggingarmál.

ferlid03a Eftir forskoðunina tekur þú ákvörðun um hvort þú villt fara í aðgerð. Mögulegt er að gera aðgerð á lang flestum augum en mikilvægt er að finna þau augu þar sem aðgerð hentar ekki. Þess vegna er forskoðunin afar mikilvægur þáttur í ferlinum.

3. Framkvæmd aðgerðar.

Á þeim degi sem þú gengst undir aðgerðina er mikilvægt að þú sért vel úthvíld(ur) . Við tökum á móti þér og förum yfir ferlið með þér. Að því búnu færðu deyfi-augndropa og bíður þar til þú gengst undir sjálfa aðgerðina.

Sérfræðingar okkar fara enn einu sinni yfir öll gögn er varða aðgerðina og með aðstoð tölvu er gert snið af auganu í þér og skoðað ítarlega hvernig best er að standa að sjálfri aðgerðinni.

ferlid04a Að því búnu er aðgerðin undirbúin meðal annars með því að sótthreinsa í sérstökum tækjabúnaði öll tæki, búnað og annað sem notað er við sjálfa aðgerðina. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og er augað deyft með augndropum. Þú finnur fyrir dálitlum þrýstingi meðan á aðgerðinni stendur. Auganu er haldið opnu á meðan aðgerðin á sér stað með svokallaðri augnspennu. Aðgerðin tekur u.þ.b. hálf tíma.

Í aðgerðinni er skorinn þunnur flipi af yfirborði hornhimnunnar. Honum er síðan lyft og hann lagður til hliðar meðan neðri lög hornhimnunarinnar eru löguð með lasergeislanum. Flipinn er síðan lagður á sinn stað aftur. Kosturinn við þessa tækni er að yfirborð hornhimnunnar er varðveitt og það er aðeins þörf fyrir að flipinn grói í kantinn. Því eru óþægindi eftir aðgerðina í lágmarki.

4. Eftir aðgerð.

ferlid05a Strax daginn eftir aðgerðina er sjónin í flestum tilfellum nánast eðlileg. Þó getur hún verið svolítið þokukennd í byrjun. Í auganu getur verið aðskotahluts tilfinning í nokkra daga og þú getur þurft að láta nota táradropa til að væta augað fyrstu vikurnar.

Eftir aðgerð sjá 95-98% augna nægilega vel án gleraugna til daglegrar athafna. Það er ekki óraunhæft að vænta þess að sjónskerpa verði 1.0 eftir aðgerðina. Óháð aðgerðinni hafa allir einstaklingar einhvern lítinn sjónlagsgalla sem ekki þarf að leiðrétta með gleraugum. Flestir ná sjóskerpu nálægt 1.0 eftir aðgerðina en hjá sumum getur frávikið orðið þannig að aðgerðina þurfi að endurtaka eða leiðrétta með gleraugum.

Afar mikilvægt er að augun fái sem mesta hvíld fyrsta sólarhringinn eftir aðgerð. Ekki er æskilegt að nudda augun á fyrstu dögunum eða iðka íþróttir sem gætu orsakað högg á augun. Viðskiptavinir okkar fá ítarlegar skriflegar leiðbeiningar um hvernig best sé að haga málum eftir aðgerð.

6. Eftirskoðun

ferlid06a Eftirskoðun er afar mikilvæg og allir viðskiptavinir okkar koma að minnsta kosti þrisvar sinnum í eftirskoðun. Fyrsta eftirskoðun fer fram u.þ.b. einum sólarhring eftir aðgerð. Síðan að viku liðinni og að lokum að mánuði liðnum. Komi upp vandamál eftir aðgerð eru læknar LaserSjónar á stöðugri bakvakt 24 tíma sólarhringsins í 365 daga á ári og því ætíð til taks. Allar eftirskoðanir eru innifaldar í aðgerð og viðskiptavininum að kostnaðarlausu.

Að eftirskoðun lokinni ert þú útskrifuð(aður).

Í einstaka tilfelli koma upp ákveðin óþægindi fyrstu mánuðina, jafnvel upp undir heilt ár, eftir aðgerð. Felst það einkum í óþægindum í formi þurrks eða ákveðnum stingjum í augum. Þetta stafar af því að taugaþræðirnir sem hafa orðið fyrir áreiti við aðgerðina eru að vaxa aftur og eru þá viðkvæmir. ferlid07a Mörgum líður betur með því að nota táradropa meðan þetta gengur yfir. Þessi óþægindi koma aðeins upp hjá litlum hluta þeirra sem gangast undir aðgerð.