Læknarnir skrifa

Augnaðgerðir með Lasertækni

Eiríkur Þorgeirsson og Þórður Sverrrisson, sérfræðingar í augnlækningum.
Sjónlagsaðgerðir til að laga nærsýni, fjarsýni eða sjónskekkju, njóta mikilla vinsælda á Vesturlöndum og er í dag ein algengasta augnaðgerð sem gerð er. Milljónir manna hafa valið að leysa sjónvanda sinn á þennan hátt. Á Íslandi hafa þessar aðgerðir verið í boði á ellefta ár og rúmlega 12.000 manns hafa valið þennan kost hjá Lasersjón. Ástæður þess að fólk ákveður að gangast undir aðgerð eru margvíslegar. Fæstum finnst notkun gleraugna eða linsa eftirsóknaverð og því finnst fjölmörgum þessi kostur, þ.e. aðgerð freistandi.

Sjónlagsaðgerðir með lasertækni

Eiríkur Þorgeirsson og Þórður Sverrisson, sérfræðingar í augnlækningum.
Sjónlagsaðgerðir með lasertækni hafa tekið miklum framförum á síðustu árum. Bættur vélbúnaður og hugbúnaður gerir flying spot lasera, sem nú eru staðalbúnaður, öruggari og þægilegri í meðförum en áður.